Flug­fé­lagið Ern­ir glím­ir við rekstarörðug­leika og hyggst skila inn flugrekst­ar­leyfi sínu. Fé­lagið er meðal ann­ars með háar líf­eyr­is­sjóðs- og skatt­skuld­bind­ing­ar sem ekki hef­ur verið staðið skil á um nokk­urt skeið.

Þetta kemur fram á mbl.is þar sem haft er eftir Ein­ari Bjarka Leifs­syni, fjár­mála­stjóri Ern­is, að rekst­ur­inn sé þungur en fé­lagið hafi sett upp áætl­un til að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart hinu op­in­bera.

Hann seg­ir fé­lagið ekki á loka metr­un­um hvað rekst­ur­inn varðar en seg­ir stefnt að því að fara í ein­fald­ari rekst­ur þar sem Erni verði breytt í markaðs-, sölu- og bók­un­ar­skrif­stofu fyr­ir Mý­flug sem er meðal stærstu eig­enda Ern­is. „Það eru eng­in áform um að leggja Erni eða kenni­töl­una niður,“ seg­ir Ein­ar.

Samþætta rekst­ur­inn

„Mý­flug á hluta í Erni og við erum búin að vera að samþætta flugrekst­ur­inn milli fé­lag­anna. Langlík­leg­asta niðurstaðan er sú að við mun­um skila öðru flugrekst­ar­leyf­inu fyr­ir Erni,“ seg­ir Ein­ar Bjarki.

Fé­lagið er með aðra af tveim­ur flug­hæf­um flug­vél­um sín­um, Dornier, í sölu­ferli. Hin er Jet Stream 32. Aðrar tvær vél­ar fé­lags­ins af gerðinni Jet Stream 32 eru ekki flug­hæf­ar.

Nánar á mbl.is

Dorniervél Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Hún er nú til sölu.