Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hélt árlega páskaeggjaleit sína á Skansinum á skírdag. Þátttaka bæjarbúa og gesta var langt umfram fyrri ár en vel yfir 300 manns sótti viðburðinn í blíðu veðri. Börnin leituðu uppi hænuegg sem falin höfðu verið vítt og breytt um Skanssvæðið og fengu súkkulaðiegg í staðinn fyrir fundinn.

Í allt um 300 súkkulaðiegg af öllum stærðum og gerðum voru í verðlaun og er ekki hægt að segja annað en að mikil ánægja var með viðburðinn.

Mynd Addi í London.