Morgunfundur Vegagerðarinnar um hafnir og rannsóknir tengdar höfnum og sjóvörnum.

Á morgunfundi Vegagerðarinnar, fimmtudaginn 11. apríl klukkan 9:00-10:15, verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi.

 

Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari en margir myndu halda. Innan Vegagerðarinnar er starfrækt hafnadeild sem sinnir fjölbreyttum verkefnum tengdum höfnum og sjóvörnum, gerir  hafna- og strandrannsóknir, vinnur með höfnum landsins að því að móta hafnabætur og hefur umsjón með ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum. Hafnadeildin hefur einnig umsjón með Landeyjahöfn, sem er eina höfnin í eigu Vegagerðarinnar.

Morgunfundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Opið er á meðan húsrúm leyfir og það verður heitt á könnunni. Fundinum er einnig streymt.

Dagskrá fundarins:

Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar

Hafnadeild Vegagerðarinnar – hvað gerir hún? Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar

Landeyjahöfn – sagan frá upphafi. Kjartan Elíasson, verkfræðingur á hafnadeild

Sjóvarnir og lágmarkslandhæð á lágsvæðum. Bryndís Tryggvadóttir, verkfræðingur á hafnadeild

              Fundarstjóri: G. Pétur Matthíasson

Spurningar

Fyrirspurnir má senda inn í gegnum vefsíðuna slido.com. Aðgangsorð: #hafnir https://app.sli.do/event/9B28K78VitaEfhX3aQ4FNg

Streymi

Fundinum verður einnig streymt á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is og á Facebook. Streymt  verður á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/live/jhzvwpY7MGM?si=D6tu66oSVfmLAtdk