ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur 30 ára afmælishátið  að kvöldi síðasta vetrardags, 24. apríl klukkan 20.00. Hátíðin verður í veislusal Fylkishallarinnar við Fylkisveg í Árbæjarhverfi í Reykjavík.

Afmælisfögnuðurinn hefst með léttum veitingum og síðan tekur við dagskrá sem miðar að því að skapa góða Eyjastemmningu líkt og tókst í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt í fyrra.

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, mun að segja skemmtisögur frá Eyjum. Þá munu VÆB bræður bjóða upp á skemmtilegt tónlistaratriði. Síðan verður Brekkusöngur eins og Eyjafólki er einu lagið. Léttar veitingar verða í boði bæði fastar og fljótandi.

Allt félagsfólk ÁtVR fær frítt inn. Aðrir þurfa að greiða við inngang. Allir Vestmannaeyingar eru velkomnir án tillits til búsetu, en plássið í salnum er takmarkað. Því er óskað eftir því að þau sem ætla að mæta merki við á Facebook á slóðinni https://fb.me/e/1PrxELcAjU (30 ára afmæli ÁtVR) vegna innkaupa á veitingum. Nánari upplýsingar um viðburðinn verða settar á viðburðasíðuna á Facebook þegar nær dregur.

Vestmannaeyingar voru gestir Menningarnætur á síðasta ári og lögðu undir sig Ráðhúsið í Reykjavík með sannri Eyjastemningu.

Mynd Guðni Einarsson.