Fyrirstaðan var minni en gera mátti ráð fyrir þegar karlarnir mættu Haukum á útivelli í gær, öruggur sigur Íslandsmeistara ÍBV, 37:31 sem komnir eru í undanúrslitin þar sem þeir mæta deildarmeisturum FH.

Kári Kristján Kristjáns­son fyr­irliði Íslands­meist­ar­ar ÍBV var létt­ur og ánægður í viðtali við mbl.is eftir leikinn og hann ætlar sér alla leið.
„Við erum geggjaðir í þess­um stóru leikj­um. Okk­ur finnst frá­bært að spila fyr­ir fram­an fullt af fólki og fá press­una. Það skipt­ir engu máli hvort þú sért að láta sprauta bíl­inn þinn eða kaupa sam­loku­brauð, það eru all­ir að tala um hand­bolta í eyj­um. FH er að sama skapi allt annað lið en í fyrra og fengu einn besta hand­bolta­mann í heimi til sín ásamt fleir­um þannig að þetta verður geggjuð rimma.”

En ÍBV ætl­ar að vinna FH í þess­ari viður­eign?

„Við erum að fara vera Íslands­meist­ar­ar. Við erum ekki í þessu fyr­ir neitt annað en að verða Íslands­meist­ar­ar.” sagði Kári að lok­um við mbl.is.

Mynd Sigfús Gunnar.