Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag: 

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Bubba Morthens, Egil Ólafsson, Friðrik Dór o.fl.

Sérstakur gestur á tónleikunum er hinn eini og sanni Páll Óskar Hjálmtýsson. Nokkrar úr Léttsveitinni eru með sterka tengingu við Vestmannaeyjar og eru því á heimaslóð.

Léttsveit Reykjavíkur er öflugur kór 90 kvenna sem leggur metnað sinn í að flytja skemmtilega og metnaðarfulla en þó létta tónlist.

Stjórnandi er Gísli Magna og hljómsveit skipa þau Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó, Pétur Valgarð Pétursson á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa og Diddi Guðna á trommur.

Hægt er að nálgast miða í forsölu á tix.is til kl. 16 á tónleikdegi og svo við inngang í Höllinni en húsið opnar kl. 16:30.

Fréttatilkynning.