„Til hamingju Guðmundur Jóhann og Birgir Nielsen með tónlistarhátíðina ykkar. Þetta er geggjað frumkvæði sem gleður svo marga!“ segir Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri á Facebooksíðu sinni. Er þarna að hæla Hljómey, stórkostlegum tónleikum sem haldnir voru í annað skiptið í gærkvöldi.

„Uppselt strax í febrúar og mikið var gaman. Þið, frábærir listamenn og húseigendur sem buðu heim gerðuð þetta að magnaðri upplifun. Takk fyrir frábært kvöld!“ sagði Íris einnig sem lánaði okkur myndirnar.

Hljómey skartaði listafólki eins og GDNR, KK, Moldu, Helgu og Arnóri, Jónasi Sig, Hipsumhapsi, Klaufum og mörgum fleiri. Tónleikarnir voru í heimahúsum og nýtti fólk sér að ganga á milli í góða veðrinu og njóta. Hljómey er fyrsti af mörgum viðburðum sumarsins í Vestmannaeyjum.

GDRN