Stóri plokkdagurinn var í gær og tóku margir til hendinni. Nýttu góða veðrið til útivistar um leið og plokkað var vítt og breitt um Heimaey. Byrjað var á Stakkó þar sem bærinn úthlutaði pokum og plokktöngum.

Þaðan lagði fólk land undir fót, mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir sameinuðust um að gera Heimaey enn fallegri. Sú hefð hefur skapast að hópar og félög taka að sér ákveðin svæði til að hreinsa og gekk það eftir.

Klukkan 12.30 var svo grillveisla í boði bæjarstjórnar á Stakkó sem var vel þegin að loknu góðu dagsverki.

Myndir Addi í London. Forsíða – Þrjár úr framvarðarsveitinni, Ágústa, Jóna og Lára – Fríður hópur í grillveislu að lokinni plokkun.