Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heimsækir Eyjarnar í dag og byrjar á að fjalla um stjórnmálin á fundi í Akóges kl. 17:00, en sá fundur er öllum opinn. Þar ætlar Sigmundur að fjalla um stöðuna í stjórnmálunum þessa dagana, en mikið hefur gengið á á þinginu að undanförnu, ráðherraskipti, vantraust á ríkisstjórnina og brotthvarf Katrínar úr stóli forsætisráðherra, að ógleymdum spennandi forsetakosningum.

Um kvöldið verður hann ásamt Brynjar Níelssyni gestir á Herrakvöldi ÍBV og þar munu þeir án vafa ræða ýmis aðkallandi mál eins og nýlegar áskoranir um að Brynjar taki að sér það hlutverk að leysa Gísla Martein af við að kynna Eurovision.

Mynd: Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans í heimsókn í Vestmannaeyjum 2016.