230 mm úrkoma á Stórhöfða í september
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að fyrstu 9 mánuðir ársins 2014 hafi verið jafnhlýir og hlýjast hefur verið áður en það var árið 2003. Í september var meðalhitinn á Stórhöfða 9,3 stig. Hinsvegar var úrkoman 230,4 mm á Stórhöfða þann mánuð, eða 76 prósent umfram meðallag. Á Stórhöfða er ekki lengur veðurathugunarmaður og því eru upplýsingar um veðrið þar eingöngu af sjálfvirkum mælum. Sólskinsstundir eru t.d. ekki mældar þar lengur né skýjafar. Stórhöfði var lengi vel ein helsta veðurathugunarstöð landsins, en nú er hún Snorrabúð stekkur. Einhverra hluta vegna þykir þessi veðurathugunarstöð ekki lengur merkileg og henni sinnt í samræmi við það.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.