Í dag byrja ungir knattspyrnumenn að streyma á Eyjuna til að taka þátt í 36. Orkumótinu. En mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Von er á 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 manns heimsæki eyjuna í vikunni.
Mótið hefst á fimmtudagsmorgun kl. 8:20, en setningin verður að loknum fyrsta keppnisdegi og hefst hún með skrúðgöngu frá Barnaskólanum kl. 18:30, þar sem haldið verður á Týsvöll með Lúðrasveit Vestmannaeyja í fararbroddi.
Við minnum á að sýningin um sögu fótboltamótanna lýkur í Einarsstofu á sunnudag og á morgun fer í loftið þáttur hjá ÍBV hlaðvarpinu sem verður tileinkaður Orkumótinu, segir í tilkynningu frá ÍBV.
Við hvetjum Eyjamenn til að mæta á völlinn og fylgjast með ungum knattspyrnumönnum.
Munið að keyra varlega þessa daga!





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.