Það sem af er júnímánuði, hefur Herjólfur flutt 25 þúsund farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Og skipið hefur flutt 9500 manns á viku, síðustu tvær vikurnar. Og það sem af er þessari viku hefur skipið verið fullt í allar ferðir, hvort sem er til Eyja eða frá Eyjum.