Eimskip hóf siglingar Herjólfs um Landeyjahöfn þann 21. júlí síðastliðinn og má segja að stanslaus umferð hafi verið þar síðan. Farþegar ferjunnar frá nýju höfninni eru nú komnir yfir 50 þúsundin og reyndist það vera Eyjamaðurinn Guðlaugur Sigurgeirsson, sem býr í Reykjavík sem varð 50 þúsundasti farþeginn þegar hann sigldi til Vestmannaeyja á föstudaginn.