564 milljóna hagnaður bæjarins
hasteinssvaedi_yfir_opf
Vestmannaeyjabær. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir.

Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum.

Tæpur milljarður í fjárfestingar samstæðu

Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um rúmar 564 m.kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarafkoma A-hluta bæjarsjóðs jákvæð um 410m.kr. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var afkoma A-hluta jákvæð um 231 m.kr.

Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu rúmum 17.325 m.kr. í árslok 2023. Þar af stóð handbært fé og skammtímafjárfesting í rúmum 1.590 m.kr. Allar fjárfestingar bæjarins á árinu eru fjármagnaðar með handbæru fé (þ.e. eigið fé, ekki lántaka) og námu fjárfestingar samstæðu Vestmannaeyjabæjar um 988 m.kr. á árinu.

Aðalsjóður verður skuldlaus við fjármálastofnanir í ár

Markvisst hefur verið unnið að því síðustu ár að greiða niður skuldir bæjarsjóðs og er skuldastaða Vestmannaeyjabæjar við lánastofnanir mjög góð. Aðalsjóður verður skuldlaus við fjármálastofnanir á árinu 2024. Jafnframt eru skuldaviðmið, sem oft er vísað til í umræðu um fjármál sveitarfélaga, lágt og töluvert lægra en flestra annarra sveitarfélaga en það nemur 20,7% í árslok 2023.

Ársreikningurinn endurspeglar vel fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins sem er vel í stakk búið að standa undir framtíðaruppbygginu í sveitarfélaginu. Fjármálastjórnun bæjarins er fagleg, vel ígrunduð og framtíðarhorfur samfélagsins bjartar, segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.