Hefðbundinni kennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja lauk síðast miðvikudag og við tóku hinir árlegu fjölgreindarleikar.
“Leikarnir byggja á hugmyndum/kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í,” sagði Óskar Jósuason, aðstoðarskólarstjóri í samtali við Eyjafréttir í gær.

“Með fjölgreindaleikum er verið að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun. Starfsmenn skólans fá að kynnast nemendum skólans á annan hátt og einnig gefst nemendum tækifæri á að kynnast hvert öðru frá 1. – 7. bekk.” Óskar sagði þrautirnar fjölbreyttar þar sem allir fá að spreyta sig á mismunandi verkefnum þar sem sterku hliðar hvers og eins fá að njóta sín.

“Hver hópur er samansettur af nemendum úr 1. – 7. bekk þar sem elstu nemendur fá það hlutverk að vera fyrirliðar. Fyrirliðar fylgja sínum hóp og bera ábyrgð á honum allan daginn sem leikarnir eru. Þeir verða að hjálpa liðinu sínu í nestistíma og matartíma og einnig að passa upp á sína liðsmenn á milli stöðva. Hver hópur tekur þátt í 32 mismunandi þrautum og safna þannig stigum fyrir sitt lið.”
Fjölgreindarleikunum lauk svo í gær með verðlaunaafhendingarhátíð á Stakkagerðistúni í gær. En krakkarnir notuðu einnig tækifærið og rifjuðu upp danssporin frá því á danssýningu GRV á dögunum.
Óskar vildi nota tækifærið og þakka Pizza 67, JOY og 66°norður/Volare fyrir verðlaunin og Heildverslun KK fyrir ísinn.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.