Viðureign í Spurningakeppni framhaldsskólanna þar sem Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum átti að mæta framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð hefur verið frestað vegna veðurs en skipuleggendur keppninnar ákváðu að fresta þessari viðureign vegna hugsanlera erfiðleika sem FVA gæti lent í að koma sér til Reykjavíkur vegna veðurs. En lið FIV keppir í hljóðveri í Eyjum.
Viðureignin fer fram klukkan 19:30 á miðvikudag og er keppnin í beinni útsendingu á RÚV núll – ruv.is/null.
Lið FIV skipa þau Sigurlás Máni Hafsteinsson, Rúnar Gauti Gunnarsson og Erika Ýr Ómarsdóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst