Grunur er um að smit sé komið upp enn eina ferðina um borð í togaranum Bergey VE. Skipið er komið til hafnar í Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að sýnataka fari fram í dag. Þetta herma heimildir 200 mílna. Stutt er frá því að stöðva þurfti veiðar þegar skipverjar reyndust smitaðir í desember.
Bergey hélt til veiða á miðnætti á nýársdag og kom til hafnar í Vestmannaeyjum með fullfermi eða um 80 tonn í gærkvöldi löndun lauk í morgun.
Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs Hugins, segir samtali við blaðamann 200 mílna að grunur hafi vaknað um smit. „Þetta er ekki staðfest smit, einn er grunaður og hann þarf bara að fara í sýnatöku. Við teflum ekkert á tvær hættur í þessu þessa dagana.“
Nokkur bræla hefur verið á miðunum og veðurhorfur eru versnandi að sögn Arnars. Fari allt að óskum heldur skipið til veiða á ný þegar veður gengur niður síðar í vikunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst