Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur.
Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári Bjarnason, Ingi Tómas Björnsson og Pétur Ármannsson. Í lok málþingsins verður gengið að Breiðabliki þar sem Pétur og húsráðendur munu fjalla stuttlega um sögu hússins og endurbætur.
Klukkan 14:00 mætir ÍBV Donbas frá Úkraínu í Evrópubikarkeppninni í handbolta karla. Klukkan 15:00 sýnir Leikfélag Vestmannaeyja. Ávaxtakörfuna sem fengið hefur mjög lofsamlega dóma.
Kl. 20:30 í Eldheimum mæta rithöfundarnir Einar Kárason sem sendir í ár frá sér bókina, Opið haf og Yrsa Sigurðardóttir sem er á kunnulegum slóðum í bókinni Gættu þinna handa. Svo verður óvænt tónlistaratriði.
Opnunartími safna:
Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma.
Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt inn. Bingó fyrir börnin.
Bókasafn 11-14 á laugardag.
Sjóminjasafn Þórðar Rafns 13-16 lau og sun. Frítt inn.
Gestastofa Sea Life Trust 11-15 fös, lau og sun. Heimafólk fær 15% afslátt af árskortum fyrir 2023. Á bakvið tjöldin ferðir á 50% afslætti alla helgina. Ratleikur, föndurstöð og spil, lifandi tónlist með Alberti Tórshamar, myndlistasýning Gunnars Júl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst