Rauðátan – Noregsferð skilaði góðum árangri
13. apríl, 2023

Sannkölluð gullkista við bæjardyrnar – Skrifað undir mjög hagstæða samninga um framtíðarsamstarf

Nýtt skref var stigið í rauðátuverkefninu í mars þegar Hörður Baldvinsson, framkvæmdsstjóri Þekkingarsetursins og frumkvöðull að verkefninu, Óskar Matthíasson, skipstjóri á Bylgju VE og Sigurbergur Ármansson, fjármálastjóri Bylgju fóru til fundar við eigendur fyrirtækisins Calanus í Tromsö í Norður Noregi og skoða rauðátuverksmiðju þeirra í Sortlandi nyrst í Noregi.

„Við byrjuðum á að skoða verksmiðjuna sem er í um 1000 fermetra húsi og strax gerðum við okkur grein fyrir mikilvægi hennar fyrir lítið samfélag. Lyftistöng fyrir bæ með 2600 íbúa að vera með fyrirtæki þar sem vinna 48 manns. Þar eru rannsóknarstofa, lítið vélaverkstæði,  framleiðslulínur og lager fyrir hráefni og framleiðslu. Við hliðina eru frystigeymslur sem taka um 5000 tonn,“ segir Hörður.

Tveir og þrír eru á rannsóknarstofu, þrír til fjórir við framleiðslulínuna og tíu sem pakka fæðubótarefnum í pakkningar. „Þetta er líka notað í krem fyrir karla jafnt sem konur.“

Besta olían til manneldis

Í verksmiðjunni taka þeir rauðátuna, þýða hana og vinna úr henni olíu og mjöl. Besta olían fer til manneldis og er hún sett í þar til gerðar tunnur. Lakari olían er íblöndun í fóður í laxeldi og mjölið er unnið  í laxafóður. „Það er engu fleygt, allt nýtt til fullnustu. Allur tækjabúnaður úr ryðfríu stáli og allir á inniskóm. Hreinna heldur en heima hjá okkur. Við kynntum okkur verksmiðjuna frá A til Ö, spurðum mikið og fengum greið svör. Skrifuðum niður og þeir létu okkur í té ótal gögn. Að lokum var skrifað undir mjög hagstæða samninga um framtíðar samstarf,“ segir Hörður.

„Í annarri verksmiðju er olían unnin í hylki og pakkað þar,“ segir Hörður og tekur upp tvö spjöld með lyfjahylkjum sem eru vinsæl söluvara. „Hluti af bestu olíunni fer til lyfjaframleiðenda sem nota hana í sína framleiðslu. Aðallega lyf við sykursýki 2 og fyrir fólk með offituvandamál. Niðurbrot fæðunnar eykst og hraðar efnaskiptum í líkamanum sem hjálpar sykursjúkum.“

Það eina í heiminum

Calanus er eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum og á síðasta ári veiddu þeir rétt um1500 tonn af rauðátu sem nægir að halda verksmiðjunni gangandi allt árið. „Kílóverðið er ansi hátt og þetta er ekki spurning um magn heldur gæði. Þeir geta veitt meira en vilja fara hægt í sakirnar, það sé jafvægi milli veiða, framleiðslu og sölu. Þeir lána okkur veiðarfæri og tæki og tól og kaupa frysta rauðátu af okkur til að byrja með. Auðvitað ætlum við okkur ekki að staldra við þar heldur fara alla leið. Setja upp svona verksmiðju í Vestmannaeyjum eftir 5-10 ár. Það er takmarkið.“

Var eitthvað sem kom þér á óvart? „Það er hve glæsileg verksmiðjan er, allt dauðhreinsað,  glæsileg aðstaða fyrir starfsfólk sem greinilega líður vel í vinnunni. Verksmiðjan er alveg sjálfvirk en það þarf tvo til þrjá til að fylgjast með. Flestir eru á rannsóknastofunni og í markaðsdeildinni. Að koma hráefninu í gegnum lyfjaeftirlit í hinum ýmsu löndum er stór mál. Tekur fjóra til fimm vísindamenn mörg ár og þegar við komum inn með okkar vöru eru þeir búnir að ryðja brautina. Allt tilbúið fyrir okkur,“ segir Hörður.

Verðmæt vara

Við stefnum á að veiða 200 tonn í sumar og kaupa Norðmenn nánast allan aflann.  „Við ætlum að halda eftir nokkrum tonnum til að byrja okkar rannsóknir. Þá getum við farið að þróa okkar afurðir. Í þessu eru gífurleg tækifæri til þróunar og sölu á mjög eftirsóttri og verðmætri vöru. Meðal annars fæðubótarefni sem verður það langbesta á Íslandi. Í þessu verkefni  eru bara tækifæri,“ segir Hörður og horfir bjartur fram á við.

„Troll og hlerar eru á leiðinni. Í sumar koma veiðarfærasérfræðingar og vinnslusérfræðingar og leiðbeina okkur. Líka efnafræðingur þegar kemur að framleiðslunni. Þannig að við fáum gríðarlega aðstoð og allt fyrir tiltölulega lítið verð,“ segir Hörður sem er þakklátur Ísfélagi og Vinnslustöð og fleiri fyrirtækjum fyrir að hafa staðið með honum í þessu. Auk samvinnunnar við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun.

Allt til staðar

„Hér erum við með allt, skip sem henta, aðstöðu í landi til verka og frysta rauðátuna. Síðast en ekki síst eru rauðátumiðin allt í kringum Eyjar á meðan Norðmenn þurfa að sækja einn til einn og hálfan sólarhring á miðinn hjá sér. Forsenda hjá okkur er að þetta verði í Vestmannaeyjum,“ segir Hörður sem var skekin eftir ferðina vegna kulda. Hótelin köld, ískaldar sturtur og vetrarveður eins og þau gera verst.

„Ég var helkaldur þegar ég kom heim og er rétt að ná mér núna. En árangur ferðarinnar bætir upp kuldann og gott betur,“ sagði hann glaður í bragði.

 

Mynd:

Norski veiðarfærasérfræðingurinn sýnir Óskari og Sigurbergi frysta rauátu tilbúna í vinnslu.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.