Stóri plokkdagurinn er í dag og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Hreinsum náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars.
Gaman er að gera daginn að fjölskyldudegi þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Mæting er á Stakkagerðistún kl. 11.00 þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem koma) verður úthlutað. Klukkan 12:30 verður svo grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað.
Einnig er skorað á íbúa og fyrirtæki að þeir hreinsi lóðir sínar og nærumhveri og nærumhverfi. Þannig gerum við í sameiningu bæinn okkar hreinan og fagran fyrir sumarið.
Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar koma fram helstu trixin í plokkbókinni:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst