Aukinn loðnukvóti ­­– VSV-skip bíða átekta
Vsv Lodna3
Markmið leiðangursins er að meta magn bæði ókynþroska og kynþroska loðnu á svæðinu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen.

„Hrognafylling loðnunnar er 8-9% en við viljum að hún sé 13-14% til vera í fullnægjandi ástandi til frystingar. Við bíðum því um sinn og búum okkur undir vertíðina. Ég geri ekki ráð fyrir því að okkar skip fari til veiða fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi eða eftir þá helgi,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

Hafrannsóknastofnun mælti með því í gær að bætt yrði 57.000 tonnum við loðnukvótann og þar með yrði leyft að veiða alls 275.000 tonn. Þar af koma 182.000 tonn í hlut Íslendinga og í frétt í Morgunblaðinu er sagt að aflaverðmæti vertíðarinnar í heild geti orðið á bilinu 30-35 milljarðar króna. Nokkur íslensk og norsk skip hafa þegar hafið veiðar fyrir austan land.

Samanlögð hlutdeild Vinnslustöðvarinnar og Hugins í heildarkvóta loðnu er orðin 21.000 tonn eftir að 5.000 tonn bættust við í þann pott í gær.

„Það hefur mikið að segja að fá þessa viðbót,“ segir Sindri „Menn biðu spenntir eftir tíðindunum frá Hafró. Flestir töldu að einhverju yrði bætt við leyfilegan heildarafla, aðrir voru á því að aflaráðgjöfin yrði óbreytt en þeir svartsýnu bjuggust við skerðingu. Sem betur fer varð niðurstaðan sú að að bæta í veiðina.“

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.