Erlingur hættir eftir tímabilið

Erlingur Richards­son mun láta af störfum sem þjálfari karla­liðs ÍBV í hand­bolta eftir yfir­standandi tíma­bil. Þetta staðfesti Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV í samtali við Eyjafréttir rétt í þessu. Hann staðfesti að leit stæði nú yfir af eftirmanni Erlings.

Erlingur hefur þjálfað liðið frá árinu 2018 þegar hann tók við þjálfun þessi í þriðja sinn.  Erlingur skildi síðast við ÍBV vorið 2013 er liðið vann 1. deild karla en þá þjálfaði hann liðið ásamt Arnari Péturssyni. Frá ÍBV hélt hann til Austurríkis þar sem hann þjálfaði Westwien og síðar til Berlínar þar sem hann gerði lið Fuchse Berlin tvívegis að heimsmeisturum félagsliða ásamt því að stýra Berlínarrefunum til 5. sætis í þýsku Bundesligunni tímabilið 2015/2016. Erlingur hefur jafnframt stýrt landsliði Hollands.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.