Hátíðarfundur í Eldheimum
4. júlí, 2023

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær 3. júlí í Eldheimum í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum eldsumbrota á Heimaey.

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í tilefni þess sem einkenndist af þakklæti til allra þeirra einstaklinga sem stóðu vaktina og unnu myrkranna á milli við björgunarstörf og svo síðar uppbygginu. En jafnframt þakklæti til allra þeirra þjóða sem studdu svo myndarlega við bakið á Vestmannaeyingum, fyrst með aðstoð bandaríska hersins sem færði Vestmannaeyingum sjódælur, en svo með ómetanlegri og rausnarlegri fjárhagsaðstoð ýmissa annarra þjóða og sérstaklega Norðurlandanna.

Að loknu ávarpi forseta bæjarstjórnar og í tilefni þessara tímamóta, færði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, þeim Páli Zóphóníassyni og Guðmundi Karlssyni blómvendi, sem tákn um þakklæti til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stjórnuðu og störfuðu við björgunaraðgerðir meðan á eldgosinu stóð og uppbyggingu Vestmannaeyja á árunum sem eftir fylgdu. Það er hverjum þeim er þekkir til ljóst, að án þessa óeigingjörnu starfa og harðduglega fólks sem stóð í stafni, hefði samfélagið ekki orðið jafn blómlegt og raunin varð. Framlag þessarar einstaklinga markar stóran þátt í sögu og velferð Vestmannaeyja og verður seint fullþakkað.

Páll Zóphóníasson þakkaði bæjarstjórn sýndan hlýhug og rifjaði upp atburðarrásina í tengslum við upphaf og þróun eldgossins í Vestmannaeyjum. Jafnframt þakkaði hann þeim fjölmörgu einstaklingum sem lögðu hönd á plóg við björgunarstörf og uppbyggingu. Auk þess minntist Páll goslokanna og yfirlýsingu um endalok eldgossins í Vestmannaeyjum, sem og bæjarstjórnarfund sem haldinn var þann 3. júlí 1973.

Heiðursgestir fundarins voru þeir Páll Zóphóníasson og Guðmundur Karlsson. Páll stýrði verklega hlutanum í öllum viðspyrnuaðgerðum meðan á gosinu stóð og í enduruppbyggingunni þegar gosinu lauk. Guðmundur er annar tveggja þeirra sem sátu í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1973 og enn eru á lífi. Hinn er Reynir Guðsteinsson sem átti ekki heimangengt.
Eyþór Harðarson flutti ávarp í tilefni tímamótanna.
Páll við púltið.
Margrét Rós Ingólfsdóttir, Gísli Stefánsson og Hildur Sólveig Sigurðardóttir.
Íris Róbertsdóttir og Gerður Sigurðardóttir.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst