Bærinn iðaði af lífi á föstudaginn enda dagskrá goslokahátíðar þétt og mikil.
Listasýningarnar voru á sínum stað og Ísfélagið hélt bæði barnaskemmtun á Vigtartorgi og litahlaup þar sem hlaupið var frá Krossinum við Eldfell og niður á Nausthamarsbryggju. Þátttakendur voru hvattir til þess að mæta í hvítum fötum og þeir litaðir með litapúðri.
Ýmsir básar voru stilltir upp við Bárustíg og erfitt var að finna sér sæti utandyra á matsölustöðum þar í kring. Þá var minnisvarði um Magnúsarbakarí afhjúpaður á Nýja hrauni og Volcano Open fór fram á golfvellinum. Lesið var fyrir börnin í Safnahúsi og Taflfélag Vestmannaeyja hélt opið hús.
Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt föruneyti héldu stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni sem heppnuðust með glæsibrag og var víða hægt að leita í bænum eftir tónleikana fyrir ennþá meira af sælu og söng.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst