Föstudagurinn festur á filmu
9. júlí, 2023

Bærinn iðaði af lífi á föstudaginn enda dagskrá goslokahátíðar þétt og mikil.

Listasýningarnar voru á sínum stað og Ísfélagið hélt bæði barnaskemmtun á Vigtartorgi og litahlaup þar sem hlaupið var frá Krossinum við Eldfell og niður á Nausthamarsbryggju. Þátttakendur voru hvattir til þess að mæta í hvítum fötum og þeir litaðir með litapúðri.

Ýmsir básar voru stilltir upp við Bárustíg og erfitt var að finna sér sæti utandyra á matsölustöðum þar í kring. Þá var minnisvarði um Magnúsarbakarí afhjúpaður á Nýja hrauni og Volcano Open fór fram á golfvellinum. Lesið var fyrir börnin í Safnahúsi og Taflfélag Vestmannaeyja hélt opið hús.

Lúðrasveit Vestmannaeyja ásamt föruneyti héldu stórtónleika í Íþróttamiðstöðinni sem heppnuðust með glæsibrag og var víða hægt að leita í bænum eftir tónleikana fyrir ennþá meira af sælu og söng.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.