Samtals 18 marka sigrar

Það var góður dagur í gær hjá Bikarmeisturum ÍBV kvenna og Íslands­meisturum karla ÍBV sem unnu leiki sína með níu marka mun hvort lið í fyrstu umferð Olísdeildarinnar þetta tímabilið.

Konurnar unnu 20:29 útisig­ur á KA/Þ​ór og var Birna Berg marka­hæst Eyjakvenna með átta mörk, Sunna 5, Elísa 4, Karol­ina 3, Mar­grét Björg, Sara Dröfn og Ásdís 2 og Amel­ía Dag­björt Ýr og Brit­ney Cots 1. Marta varði 11 og Réka Bognár 2.

Það blés ekki byrlega fyrir karlaliði ÍBV í upphafi leiks gegn Stjörnunni sem komst mest 12:6 yfir í fyrri hálfleik. Okkar menn bitu í skjaldarrendur og var staðan 14:13 í hálfleik. Seinni hálfleik áttu Eyjamenn skuldlausan þar sem Elmar fór fyrir sínum mönnum og skoraði 10 mörk. Stjarnan sá aldrei til sólar og varð að sætta sig við 24:33 marka tap á heimavelli.

Mörk ÍBV: Elm­ar 10, Daniel Esteves 5, Gauti 5, Sveinn Jose 3, Arn­ór 3, Sig­trygg­ur Daði 2, Dag­ur 2, Hinrik Hugi 1, Breki Þór 1 og Nökkvi Snær 1.  Pet­ar varði 6 og Pavel 2.

Samtals vann ÍBV leikina tvo með samtals 18 mörkum sem hlýtur að teljast gott í upphafi leiktíðar.

Mynd Sigfús Gunnar.

Karlarnir stóðu uppi sem meistarar meistaranna þetta árið.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.