Baráttan heldur áfram

„Þetta kemur mér í rauninni ekki á óvart miðað við allt sem á undan er gengið. Þegar hver dómsmálaráðherrann á fætur öðrum hefur haft það á stefnuskránni að fækka þessum embættum þá er alltaf spurningin hvenær það raungerist, hvað sem hver tautar og raular. Bæjarstjórn hefur háð mikla baráttu í gegnum tíðina gegn þessu en svo koma svona fréttir. Það er erfitt,“ sagði Njáll Ragnarsson, fulltrúi Eyjalistans í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs um stöðu sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum.

„Ég held það sé ágætt að nota þetta tækifæri til þess að þakka Arndísi Soffíu fyrir það góða starf sem hún hefur unnið í þágu okkar Eyjamanna. Hún hefur svo sannarlega eflt embættið, fundið því ný verkefni og sinnt sínu hlutverki með miklum glæsibrag.

Bæjarstjórn mun funda með dómsmálaráðherra síðar í vikunni. Baráttan heldur áfram og snýst um það að efla embættið enn frekar,“ sagði Njáll.

Mynd: Arndís Soffía og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.