Laxey - Stórum áfanga fagnað

Það var slegið upp veislu í Laxey í síðustu viku þegar því var fagnað að fyrstu hrognin eru komin í hús og skrifstofur að verða klárar. Þangað mættu eigendur, starfsfólk og fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa að verkinu, alls um 100 manns.

„Í dag var stór dagur hjá okkur í Laxey. Við tókum á móti fyrstu hrognunum frá Benchmark. Þrír fulltrúar frá Benchmark komu til okkar og afhentu hrognin. Það var mikill spenningur og gleði hjá okkar fólki í allan dag enda stórum áfanga náð,“ segir á heimasíðu Laxeyjar.

Forseti bæjarstjórnar Páll Magnússon afhenti Sigurjóni Óskarssyni fulltrúa eigenda myndarlegan blómvönd frá bæjarstjórn af tilefni tímamótanna.

Myndir Laxey.

 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.