Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) .
Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði austast í Gjábakkafjöru og að á landi verði þeir leiddir upp gil til suður og þaðan niður Skansveg.
Mikilvægi áreiðanlegrar raforkuafhendingar er ótvírætt og brýnt hagsmunamál fyrir samfélag Vestmannaeyja. Framkvæmdin gerir ráð fyrir röskun á yfirborði Eldfellshrauns sem nýtur sérstakrar verndar eldhrauna skv. 61. gr. náttúruverndarlaga. Útbreiðsla lúpínu hefur þegar breytt ásýnd hraunsins og dregið úr verndargildi þess. Vandað verður til hönnunar og verklags til að draga úr raski hraunmyndana og gerð göngustíga á röskuðu svæði verður skoðuð.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.