Vestmannaeyjabær hefur valið Bjarneyju Magnúsdóttur til að gegna stöðu skólastjóra leikskólans Kirkjugerði. Bjarney er leikskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og stjórnun. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan leikskóla, s.s. sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sinnt sérkennslu og nú síðustu 10 árin hefur hún verið leikskólastjóri við leikskólann Sólhvörf í Kópavogi. Bjarney tekur við starfi leikskólasjóra um miðjan ágúst. Alls sóttu þrír um stöðu leikskólastjóra Kirkjugerðis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst