�?ó ég hafi ákveðnu skoðanir á virkjunum í neðri hluta �?jórsar þá ætla ég ekki að láta þær í neinu koma hér fram í þessum skrifum. Hinsvegar velti ég því fyrir mér með tilliti til þjóðlendulaga, þar sem aldalangur hefðaréttur eignar á afréttum landsins er ekki virtur. Hverning og við hvern gat Einar Benediktsson samið um þessi vatnsréttindi? Samning sem enn heldur gildi sínu, þrátt fyrir setningu þjóðlendulaga?
Er til þinglýstur samningur um þessi vatnsréttindi í �?jórsá innan af hálendinu til sjávar?
Eru til samningar um, hverning ríkið og Landsvirkjun eignuðust vatnsréttindin í �?jórsá?
Hafi ríkið og Landsvirkjun átt vatnsréttindin í �?jórsá þegar Landsvirkjun og ríkið yfirtóku hluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun. Hvað var sá hlutur stór?
Með öðrum orðum: Hvað borgaði Landsvirkjun og ríkið framangreindum kaupstöðum mikla peninga fyrir þeirra hlut í vatnsréttindunum í �?jórsá?
�?g er gamall og gráhærður karl. �?g bara spyr, það væri gaman að vita þetta.
Höfundur er bóndi á Herjólfsstöðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst