Eins og vikublaðið Fréttir hefur fjallað um síðustu vikur er ekki haldið úti sólarhringsvakt á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Það hefur haft það í för með sér að starfsmenn flugvallarins hafa ekki fengið greitt þegar komið hefur útkall vegna sjúkraflugs. Bæjarstjórn hefur tekið málið upp á sína arma og ályktaði um málið á fundi sínum í gærkvöldi. Þar skorar bæjarstjórnin á samgönguráðherra að leysa þann hnút sem kominn er upp vegna sjúkraflugsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst