Fiskifræðingum um borð í Árna Friðrikssyni tókst í gærkvöldi að mæla vestari loðnugönguna, sem nú er úti af Skógarsandi, austan við Vestmannaeyjar. Til stóð að fjögur loðnuskip, sem taka þátt í leitinni og mælingunni, köstuðu á loðnuna til að meta torfuna enn betur, en veður versnaði skyndilega í nótt og bíða skipin þes nú að aftur lægi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst