Kvennalið Gróttu og Hlynur Sigmarsson hafa ákveðið að hafa með sér keppni um það hvort að Hlynur missi fleirri kg en þau stig sem Grótta fær eftir áramót í N1 deild kvenna. Uppgjör keppninnar miðast við lokahóf HSÍ eða fyrr ef annar aðilinn getur sýnt fram á sigur fyrir þann tíma. Grótta á eftir að spila 13 leiki í N1 deildinni og á því möguleika á 26 stigum. Til þess að vera öruggur með sigur þarf Hlynur að taka af sér 27 kg fram að lokahófi HSÍ sem er í byrjun maí.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst