Í þessari fallegu bók eru gefin fjölmörg góð ráð um hvernig gera skal góða veislu ógleymanlega. Fjallað er um val á gestum, boðskort, borðbúnað, móttöku gestanna, hvernig best sé að skipa þeim til sætis, samræðulist og tækifærisræður, líkamsstöðu og klæðnað, borðsiði og skálaræður og ótalmargt fleira. Jafnframt er lögð áhersla á að hlýlegt og létt viðmót skipti meira máli en reglur og siðvenjur. Ómissandi bók fyrir alla gestgjafa.
„Skemmtileg og fyndin … sjarmerandi eins og höfundurinn.”
Katrín Jakobsdóttir / Mannamál / Stöð 2
„Kennsla í mannasiðum.”
Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál / Stöð 2
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst