Samkvæmt upplýsingum sem Fréttir telja áreiðanlegar er kominn upp ágreinur um Landeyjafjöruhöfn milli Vestmannaeyjabæjar og Rangárþings Eystra. Ákveðið hafði verið að höfnin yrði 60% í eigu Eyjamanna og 40% í eigu Rangárþings. Ekki virðast Rangæingar hafa sætt sig við þessa niðurstöðu og var málið komið í uppnám. Ekki náðist í nokkurn í gær til að fá þetta staðfest en eftir því sem næst verður komist liggur tillaga á borðinu um að Laneyjahöfn verði ríkishöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst