Diddi Vídó ljósmyndari www.eyjar.net skellti sér um síðustu helgi á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Á hátíðinni í ár spiluðu m.a. eyjaböndin Hoffman og Foregin Monkeys og fékk Hoffman frábæra dóma eins og við sögðum frá í byrjun vikunnar.
Síðustu ár hefur tónlistarlíf Vestmannaeyja blómstrað og hefur aðstaða þeirra sem æfa í Fiskiðjunni gömlu skilað miklu af sér og verður spennandi að sjá hvort fleiri eyjabönd bætast ekki við á Iceland Airwaves á næsta ári.
Ljósmyndir Didda Vídó
Má sjá hér:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst