Í fyrsta lagi á hann skilið hrós fyrir að höggva á þann hnút sem jarðgangnamálið var komið í. Ekki það að ég sé ekki fylgjandi jarðgöngum, það var auðvitað kostur númer eitt en á meðan endalausar rannsóknir og misvísandi upplýsingar koma frá hinum og þessum vísindamönnunum um kostnað og í raun hvort gerandi séu göng þá gerist ekkert í okkar málum.
Eins skulum við bara líta á þá einföldu staðreynd að enginn vilji er hjá yfirvöldum til að grafa göng til Eyja og það yrði alveg sama hvaða flokkur sæti í ríkisstjórn.
Eins finnst mér hann eiga skilið hrós fyrir að hafa tekið ákvörðun um Bakkafjöru. Ég veit að það eru gríðarlega margir sem halda því fram að þetta sé glapræði en ég vil treysta þeim mönnum sem byggt hafa hafnir í kringum landið og segja að þetta sé hægt.
Eins vill ég velta upp þeirri spurningu hversu bættari við yrðum með nýju skipi sem siglir til Þorlákshafnar? Mitt svar er að við værum í sömu stöðu. Það myndi engu breyta fyrir Vestmannaeyjar að siglingin styttist um 45 mínútur.
SÞ
tekið af http://eyjar.blog.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst