Tryggvi Guðmundsson varð í gær markahæsti leikmaður íslensks liðs í Evrópukeppnum frá upphafi. Markið sem Tryggvi skoraði í gær var hans sjötta í Evrópukeppni en fyrir leikinn höfðu hann og fjórir aðrir skorað fimm mörk í Evrópu.
Áður áttu metið með Tryggva þeir Hermann Gunnarsson (Valur 5), Mihajlo Bibercic (KR 4, ÍA 1), Ríkharður Daðason (KR 4, Fram 1) og Hörður Sveinsson (Keflavík 5). Tryggvi skoraði fjögur af mörkunum fyrir ÍBV á árunum 1996 og 1997 en hefur síðan skorað tvö mörk fyrir FH síðustu tvö sumur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst