Sigurður Bragason, fyrirliði og leikmaður meistaraflokks karla í handbolta, var í kvöld útnefndur leikmaður tímabilsins hjá liðinu. Sigurður fékk sömu nafnbót fyrir síðasta tímabil en fyrirliðinn hefur svo sannarlega farið fyrir sínu liði undanfarin ár. Þá fengu þau Heiða Ingólfsdóttir og Kolbeinn Arnarson Fréttabikarana sem eru veittir þeim ungu íþróttamönnum sem þykja hvað efnilegust en bæði leika þau í markinu í handbolta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst