„Þjóðarsátt um velferð“ — fundum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar með flokksmönnum og stuðningsfólki um landið — lýkur á Selfossi í dag, þriðjudag, í Tryggvaskála og er það fimmti fundurinn í þessari lotu.
Búast má við góðu yfirliti frá formanninum um velferðarmálin og efnahagsútlitið, stöðuna í stjórnmálum og samstarfinu í ríkisstjórn. Umræður og fyrirspurnir taka við eftir upphafsávarp Ingibjargar Sólrúnar.
Athugið breyttan fundartíma vegna eldhúsdagsumræðna – fundurinn hefst klukkan sex – 18.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst