Nú eru bændur og búalið að uppskera á fullu það sem sáð var til sl. vor og því ætla bændur á Suðurlandi að kynna og selja afurðir sínar í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka um helgina, 20. og 21. september.
Jafnframt fer fram í Gónhólnum síðasta myndlistarkeppni sumarsins í listasmiðju barna sunnudaginn 21. september kl. 15:00. Formið er frjálst og það verða vegleg verðlaun veitt fyrir bestu myndirnar.
.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst