Valnefnd í Eyrarbakkaprestakalli, Árnesprófastsdæmi, ákvað á fundi sínum þann 9. október síðastliðinn að leggja til að sr. Sveinn Valgeirsson, verði ráðinn sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli. Níu umsækjendur voru um embættið. Tveir drógu umsókn sína til baka.
Embættið veitist frá 1. nóvember næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Árnesprófastsdæmis.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst