Um þessar mundir tekur lögreglan á Selfossi þátt í sameiginlegu átaki með lögregluliðum á suðvesturhorni landsins sem snýst um að kanna ástand ökumanna með tilliti til ölvunaraksturs. Um helgina voru höfð afskipti af nærri eitthundrað ökumönnum. Allir voru þeir allsgáðir. Þessu eftirliti mun verða framhaldið næstu vikur.
Ökumenn mega því búast við því að verða stöðvaðir af lögreglu í meira mæli en venjulega.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst