Kvennalið ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í B-riðli 1. deildar í dag en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli og var leikið gegn Völsungi. Eyjastúlkur höfðu byrjað tímabilið með stórsigri á útivelli, 0:11 gegn Tindastóli/Neista en búist var við allmeiri mótspyrnu frá Völsungi. Eyjastúlkur voru hins vegar ekki lengi að gera út um leikinn, þrjú mörk ÍBV á fyrstu fimmtán mínútum leiksins gerðu það að verkum að leikurinn varð aldrei spennandi. Lokatölur urðu hins vegar 4:0.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst