Á bæjarstjórnarfundi í Akóges síðastliðinn fimmtudag var fyrsta mál á dagskrá umfjöllun um verkferla við ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ og samræming starfsreglna. Nýlegar ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ vöktu upp spurningar við ráðningaferlið en bæjarstjórn hyggst nú gera verkferlana skýrari. En eins og staðan er í dag, stangast bæjarmálasamþykkt, verklagsreglur og starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar á við hvert annað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst