ÍBV heldur áfram góðu gengi sínu en liðið hefur nú leikið fjóra leiki í röð í Íslandsmótinu án þess að tapa. Auk þess hafa Eyjamenn unnið síðustu tvo leiki og uppskeran er átta stig, sem er afar kærkomið í fallbaráttunni sem virðist bara harðna eftir því sem líður á. Heilt yfir voru Eyjamenn betri í leiknum í kvöld gegn Stjörnunni en svoleiðis leikir hafa sést áður á Hásteinsvelli án þess að stigin hafi skilað sér í hús. En nú geta Eyjamenn haldið fagnað á Þjóðhátíð.