Gufan FM 104,7 – Þjóðhátíðarútvarp Vestmannaeyja hefur útsendingar formlega klukkan 9 á eftir. Stöðin fer aftur í loftið eftir nokkurra ára hlé í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá fyrstu útsendingum Gufunnar fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 1989. Margir af fyrstu starfsmönnum Gufunnar verða með. Meðal annars munu Óskar Ragnarsson og Róbert Marshall eiga sögulega endurkomu eftir hádegið í dag.