Það verður væntanlega mikil stemmning á KR-vellinum í kvöld þegar ÍBV sækir KR-inga heim en leikir liðanna eru ávallt skemmtilegir. Það verður reyndar aukin skemmtun í kvöld því stuðningssveitin sögufræga Stalla Hú ætlar að dusta rykið af hljóðfærunum og mæta á svæðið. Aðrir stuðningsmenn ÍBV eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og sameinast með Stalla Hú í stúkunni.