Um það leyti sem kvótakerfinu var komið á var sjávarútvegur á Íslandi í sjálfheldu. Flotinn var allt of stór fyrir þær veiðiheimildir sem voru í boði og rekstur flesta fyrirtækja í atvinnugreininni var á brauðfótum. Margir leituðu eftir því að selja fyrirtækin eða hætta rekstri en fundu enga útgönguleið. Áhugi á að kaupa sjávarútvegsfyrirtæki var í lágmarki. Slíkt var ástandið að ríkissjóður þurfti ítrekað að grípa til viðeigandi björgunaraðgerða.