Í gær komu Brynjólfur VE og Portlandið VE færandi hendi á Fiskasafnið, Portland VE var á dragnót út á Landeyjasandi, rétt fyrir utan Þykkvabæ. Þar náðust m.a. nokkrar flundrur og sexstrendingur. Þessar tegundir voru á mjög grunnu vatni eða frá 6 til 12 metra dýpi.